Kynbótahross á Fjórðungsmóti Vesturlands 2017

Þá er kynbótasýningum vorsins lokið. Næsta kynbótasýning verður á Fjórðungsmóti Vesturlands sem fram fer dagana 28. júní til 2. júlí. Nálgast má stöðulista yfir kynbótahross á fjórðungsmóti í WorldFeng með því að fara undir ,,Sýningar“ og smella síðan á ,,Sýningarská fyrir fjórðungsm“. Þeir sem ekki hafa aðgang að WF geta á forsíðu hans farið í flipann Fjórðungsmót 2017 (sjá mynd hér fyrir neðan) en þar er listi yfir hrossin 68 sem komin eru inn á mótið.


Eigendur hrossa sem unnu sér þáttökurétt inn á fjórðungsmót en ætla sér ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita í síðasta lagi fyrir hádegi 21. júní í síma 516-5070 eða í netfangið thk@rml.is. Það er mikilvægt að láta vita þannig hægt sé að bjóða hrossum sem neðar eru á listanum þátttöku í mótinu. Sýningargjald á Fjórðungsmóti Vesturlands verður 17.300 kr. og munu eigendur kynbótahrossa á mótinu fá sendan reikning.

hes/gj