Kynbótamat sauðfjár 2017

Búið er að uppfæra kynbótamat sauðfjár þar sem afurðagögn frá árinu 2016 eru tekin með. Uppfært mat má nú finna inná Fjárvís.

Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig erfðaframfarir hafa þróast síðustu ár fyrir hvern eiginleika fyrir sig. Erfðaframfarirnar eru metnar með því að reikna meðalkynbótamat hvers eiginleika hjá öllum hrútum sem fæddir eru viðkomandi ár með þeim skilyrðum að til séu lágmarksupplýsingar um bæði sláturlömb og dætur hrútanna. Myndin sýnir glöggt að framfarir eiga sér stað í öllum eiginleikum á þessum tímabili.

Jafnframt hefur verið tekin saman listi yfir efstu hrúta landsins í kynbótamati, raðað eftir heildareinkunn.
BLUP efstu hrútar landsins – raðað eftir heildareinkunn 

/eib