Kynbótamat sauðfjár 2018

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2017. Mat fyrir mjólkurlagni var reiknað síðast og kom niðurstaða þess í síðustu viku og er nú aðgengileg á Fjárvís.

Kynbótamatið er eitt af öflugustu verkfærunum sem sauðfjárbóndi hefur til að stuðla að erfðaframförum í stofninum hjá sér. Þegar þróunin í kynbótamati einstakra eiginleika er skoðað fyrir síðustu 20 ár sést að umtalsverður árangur hefur náðst fyrir alla eiginleika. Erfðaframfarirnar eru metnar með því að reikna meðalkynbótamat hvers eiginleika hjá öllum hrútum sem fæddir eru viðkomandi ár með þeim skilyrðum að hrútarnir eigi lámarksupplýsingar um bæði sláturlömb og ásettar dætur.

 

/eib