Kynbótamat sauðfjár – leiðréttingar við Hrútaskrá

Uppfært kynbótamat fyrir gerð og fitu sláturlamba er nú aðgengilegt inná Fjárvís. Við vinnslu matsins var miðað við stöðu gagnagrunns þann 31. október sl., þ.e. allar staðfesta sláturupplýsingar haustsins til og með þess dags ná inn í gagnaskrá ásamt óstaðfestum sláturupplýsingum þar sem lambanúmer passa við óstaðfestar upplýsingar og ekki hafa verið skráðar sláturupplýsingar áður. Með þessu móti næst stór hluti af sláturupplýsingum haustsins. Þær upplýsingar sem nást ekki inn með þessu hætti leiðréttast þá í næstu reglulegu keyrslu kynbótamats fyrir gerð og fitu sem er áætluð að lokinni sláturtíð 2020.

Við vinnu hrútaskrá urðu því mið þau mistök að rangt kynbótmat fyrir gerð og fitu var sett á hrútinn Glám 16-825 frá Svartárkoti í Bárðardal. Eins skoluðust til upplýsingar um kynbótamat Drjúgs 17-808. Réttar kynbótamatsmyndir fyrir þessa tvo hrúta fylgja hér að neðan.