Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda t-póst á netfangið halla@rml.is.

hes/okg