Kyngreint sæði úr fleiri nautum komið í dreifingu

Bolli 24002 frá Miðskógi í Miðdölum. Mynd: NBÍ.
Bolli 24002 frá Miðskógi í Miðdölum. Mynd: NBÍ.

Hægt og bítandi fjölgar þeim nautum sem kyngreint sæði stendur til boða úr. Á flestum svæðum er hafin dreifing á kyngreindu sæði (X-sæði) úr Draupni 23040, Bigga 24004 og Kládíusi 24011. Á einhverjum svæðum hafa Brími 23025, Meistari 23038, Bolli 24002, Valens 24003 og Hálsi 24006 bæst í þann hóp. Þá er einnig komið X-sæði til dreifingar úr Angus-nautinu Mola 24402 á ákveðnum svæðum og Y-sæði úr Möskva 24404 stendur til boða á flestum svæðum.

Til upprifjunar er rétt að taka fram að X-sæði gefur kvígukálfa en Y-sæði nautkálfa.