Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að leggja mat á helstu þætti í starfsemi fimm búa sem hafa í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda og einnig hver væri kolefnisbinding á viðkomandi búum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslu sem finna má í tengli hér að neðan.

Skýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Verkefnið er liður í Sóknaráætlun í loftslagsmálum 2016-2018. Auglýst var eftir samstarfsbúum vorið 2017 og fyrir valinu urðu tvö sauðfjárbú: Hafrafellstunga í Öxarfirði og Mælifellsá í Skagafirði, og þrjú kúabú: Káranes í Kjós, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og Hvanneyri í Borgarfirði. Niðurstöðurnar sýna mikinn breytileika milli búa hvað losun og bindingu varðar, en einnig í möguleikum til aðgerða. Eitt af markmiðum þessa verkefnis var að fanga þann breytileika sem er að finna milli þeirra sem stunda landbúnað á Íslandi. Búin sem tóku þátt í verkefninu voru ágætlega dreifð um landið, búa við ólíkar landfræðilegar aðstæður og hafa ólíkar nálganir í sínum rekstri. Bændur ættu almennt að geta nýtt sér upplýsingarnar sem fram koma í skýrslunni til að geta gert sér grein fyrir hver staðan er á kolefnislosun og kolefnisbindingu á þeirra búum. Einnig er RML nú vel í stakk búið til að aðstoða bændur við slíka greiningu.

SÞ/HH