Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 23.-28. júlí - Hollaröðun

 Mikil og góð skráning var á Miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum en skráningu lauk föstudaginn 14. júlí um leið og sýningin varð fullskipuð. Nauðsynlegt er að hefja dóma degi fyrr en áður var áætlað eða sunnu-daginn 23. júlí. Tvær dómnefndir verða að störfum og dæmt frá sunnudegi 23. júlí til miðvikudags 26. júlí (áætlað um 60 hross á dag). Yfirlitssýningar verða svo fimmtudag og föstudag, 27.-28. júlí. Dagskrá vinnudaganna og skipulag holla má skoða í meðfylgjandi skjölum auk knapalista þar sem tímar einstakra knapa eru settir upp í stafrófsröð.

Hollaröðun 23. júlí

Hollaröðun 24. júlí

Hollaröðun 25. júlí 

Hollaröðun 26. júlí

Knapalisti

Eins og flestir þekkja er knöpum þó frjálst að haga nýtingu sinna tíma svo sem þeim best hentar, þ.e. víxla hrossum milli eigin tíma.
Knapar og umráðamenn hrossa eru vinsamlegast beðnir að mæta vel og stundvíslega svo allt megi ganga sem greiðast.
Dagljóst er að það verðu líflegt á Gaddstaðaflötum dagana 23.-28. júlí.
Fyrir áhugasama áhorfendur má geta þess að þegar tvær dómnefndir eru að störfum á kynbótasýningu er svo til alltaf hross í braut, daginn út í gegn – veisla fyrir hrossaræktendur.


ph/hh