Miðsumarssýningar 2021 - Hollaraðir

Nú á næstu vikum fara fram þrjár miðsumarssýningar. Tvær sýningar fara fram í vikunni 19.-23.júlí, ein á Gaddstaðaflötum og ein á Hólum og svo mun önnur sýning fara fram á Gaddstaðaflötum vikuna 25.-30.júlí.
Þátttaka er góð á Hellu og eru 128 hross skráð til leiks á fyrri vikuna og hefjast dómar þar stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19.júlí og mun yfirlitssýning fara fram föstudaginn 23.júlí.
Á Hólum eru 48 hross skráð til leiks og hefjast dómar þar kl. 12:00 þriðjudaginn 20.júlí og mun yfirlitssýning fara fram fimmtudaginn 22.júlí.
Hollaraðanir fyrir þessar sýningar má nálgast hér að neðan :

Hollaröðun Gaddstaðaflötum við Hellu 19. -23. júlí. Hér má einnig finna röðun knapa á Gaddstaðaflötum.

Hollaröðun Hólum 20.-22. júlí

/hh