Minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði - Þátttökubú

Fyrr í sumar gerðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins með sér samning um verkefni sem miðar að mótun á vegvísi um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.
Í samningnum er var gert ráð fyrir því að leita samstarfs við 5 bú og leggja þar mat á á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar ásamt því að leita leiða til þess að draga úr losun í samvinnu við þátttakendur.
Auglýst var eftir þátttökubúum í júní og hafa þátttakendur nú verið valdir og er vinna við verkefnið hafin. Við val á búum var lagt upp með að fanga breytileika milli landfræðilegra þátta ásamt því að horfa á samsetningu bústofns.
Í verkefninu taka þátt tvö sauðfjárbú. Annars vegar er það Mælifellsá í Skagafirði en þar er rekið lífrænt sauðfjárbú og hins vegar Hafrafellstunga í Öxarfirði.
Hin þátttökubúin eru Hvanneyrarbúið í Borgarfirði, Káranes í Kjós og Þorvaldseyri í Rangárþingi eystra.
Eiga þessi bú það sammerkt að vera í mjólkurframleiðslu en eru þó um margt mjög ólíkar rekstrareiningar með ólíka hliðarstarfsemi.

sþ/hh