Móttaka kýrsýna hefst aftur mánudaginn 18. maí

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.

Gerðar eru kröfur um að vandað sé til verka og gætt ítrasta hreinlætis í meðferð sýnatökukassa og sýnatökuglasa.

Það er í allra þágu að gengið sé vel um kassana og glösin, og smitleiðir þannig lágmarkaðar.

Hafið hugfast að við erum öll almannavarnir.

/gj