Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars á næsta ári. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum.

Áhugasamir hafi samband við Þorvald Kristjánsson fyrir 25. nóvember nk í gegnum netfangið thk@rml.is eða í síma 516-5000. 

þk/okg