- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Um okkur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar.
Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring.
Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir. Enn hefur ekki verið opnað fyrir skil á rafrænni gæðahandbók en um leið og upplýsingar berast varðandi þau skil verður sett inn tilkynning.
/okg