Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2023

Vakin er athygli á niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárækt sem voru birtar hér á heimasíðunni fyrir nokkru síðan (undir forrit og skýrsluhald). Auk hefðbundinna niðurstaðna sem áskrifendur að Fjárvís geta jafnframt séð hjá sér, má m.a. sjá þarna hinn árlega lista sem unninn hefur verið yfir bú sem ná góðum árangri 2023 (Úrvalsbú). Auk þess er þarna að finna árlegar umfjallanir um afkvæmarannsóknir bæði á vegum bænda og sæðingastöðvanna. Gerð verður frekari grein fyrir bæði niðurstöðum skýrsluhalds og afkvæmarannsóknum á vegum bænda árið 2023 í Bændablaðinu síðar.

Sjá nánar
Fjárvís.is - Niðurstöður 2023

/okg