Nú er tími haustskýrslna!


Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.

Hér má nálgast nánari útskýringar hvernig skila eigi skýrslunni.

Leiðbeiningarnar skiptast í tvo flokka:

  • Skil í gegnum Bústofn
  • Skil eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs

Ef þú hefur ekki tök á að skila haustskýrslunni sjálf/sjálfur, getur starfsfólk RML veitt aðstoð.
Fyrir slíka þjónustu er innheimt samkvæmt verðskrá RML. Verðskrá RML

Síminn 516-5000 er opinn kl. 9-12 og kl 13-16 mánudaga til fimmtudaga og kl 9-12 á föstudögum.
Athugið að einnig er hægt að senda fyrirspurnir til okkar í gegnum netfangið rml@rml.is

/HH