Nýja gripaleitin í Fjárvís komin í loftið

Rétt í þessu fór nýja gripaleitin aftur í loftið, eftir að hafa undirgengist ýmsar betrumbætur síðustu daga. Við vonum að fall sé fararheill og að allt virki núna eins og það á að gera. Dómaskráningin var einnig uppfærð svo nú ætti lífþungi að fylgja sjálfkrafa með í dómaskráninguna, og upplýsingar um gripinn sem valinn er að vera sýnilegri.

/hh