Nýr kynbótamatsútreikningur í WorldFeng

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 465.461 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 34.499 kynbótadómar og skiptist eftir löndum:

  • Ísland 21.416
  • Svíþjóð 4.266
  • Þýskaland 3.534
  • Danmörk 2.661
  • Noregur 1.213
  • Austurríki 346
  • Finnland 289
  • Holland 292
  • Bandaríkin 224
  • Kanada 117
  • Sviss 102
  • Bretland 39

 Alls var tekið tillit 958 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum.

Að þessu sinni birtist kynbótamat óháð öryggi, vert er þó að vekja athygli á að spá með öryggi undir 60% verður að túlkast með varúð. Nýja kynbótamatið er kvarðað á eftirfarandi hátt: Meðaltal hrossa í útreikningunum með dóm frá Íslandi síðustu 10 árin skorðað sem 100 og 10 stig í dreifni einkunna samsvarar 1 staðalfráviki eðlisfars hvers eiginleika.

Í ár var viðmiðunarhópurinn dæmdur 2011 – 2021.
Gögn um kynbótamat í valpörunum og stóðhestavali mun verða uppfært síðar.

 

/hh