Nýr starfsmaður hjá RML

Friðrik Már Sigurðsson er kominn til starfa hjá RML. Hann mun starfa sem fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði. Hann verður í hlutastarfi nú í nóvember og desember en verður í 100% starfi frá og með janúar 2024. Aðalstarfsstöð hans verður á Hvammstanga.

Friðrik hefur háskólamenntun á sviði búvísinda og er með MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Friðrik hefur víðtæka þekkingu á starfsumhverfi bænda. Hann er með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu m.a. úr kennslu, stjórnsýslu, verkefnastjórnun og ráðgjöf.
Síminn hjá Friðrik er 516-5022 og netfang fridrik(hjá)rml.is

Við bjóðum Friðrik velkominn til starfa hjá RML.

Á starfsstöðinni á Hvammstanga starfar ásamt Friðriki:
Sigríður Ólafsdóttir ráðunautur