Nýtt viðmót fyrir þungaskráningu í Fjárvís

Í notendakönnun Fjárvís síðastliðinn vetur kom það skýrt fram að skýrsluhaldarar lögðu mikla áherslu á að snjallvæða kerfið þannnig að einfaldara yrði að vinna í kerfinu t.d í gegnum farsíma.

Heildaruppfærsla var gerð á forritunarmáli Fjárvís í vor og í sumar hefur verið unnið að ýmsum einföldunum og kerfisbreytingum sem einfalda áframhaldandi uppbyggingu kerfisins og snjallvæðingu þess. Þar sem skráningarmyndir Fjárvís eru þess eðlis að erfitt er að skala þær í núverandi horfi fyrir snjalltæki verður nauðsynlegt að endurgera þær og yfirfara. Fyrsta skráning sem nú hefur verið yfirfarin og endurgerð er þungaskráning.

Notendur Fjárvís munu því frá og með deginum í dag sjá þungaskráningu í nýju útliti sem einnig er hannað fyrir skráningar í gegnum snjalltæki. Skráningarhamurinn hefur bæði verið einfaldaður en einnig bætt við hann möguleika á að skrá atburð með þungaskráningu og skilgreina lágmarksþunga t.d ef taka á frá lömb undir einhverjum ákveðnum þunga frá og bata sérstaklega. Að svo stöddu hafa ekki verið gerðar breytingar á þungayfirlitinu eða þungaskýrslum og linnlestur á gagnaskrám með þungaupplýsingum er einnig eins og hann hefur verið. En notendur taka eftir nýju útliti á valmynd Fjárvís í nýju þungaskráningunni sem mun smátt og smátt taka yfir eftir því sem unnið verður áfram í kerfinu.

Sjá nánar: 
Stuttar leiðbeiningar 

/okg