Öflun og hagnýting rekstrargagna á sauðfjárbúum

Síðasta vetur stóð RML fyrir átaksverkefninu „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Verkefnið var að hluta til fjármagnað með framlagi af fagfé sauðfjárræktarinnar og tóku 44 bú þátt af tæplega 400 sem var boðin þátttaka. Þessi 44 bú framleiddu ca. 5% af öllu lambakjöti í landinu en niðurstöður verkefnisins í fyrra voru kynntar á fagfundi að loknum aðalfundi LS síðasta vor og eins birtist yfirlitgrein um þetta í Hrútaskrá 2017-2018.
Í vetur verður framhald á þessu verkefni og er ætlunin að fá fleiri bú til þátttöku og bjóðum við nú bændum með 300 vetrarfóðraðar kindur eða fleiri velkomna í verkefnið. Kynningarbréf hefur verið sent á alla bændur sem uppfylla þau skilyrði og hafa skráð netfang í Bændatorgi. Ef einhverjir bændur sakna þess að hafa fengið kynningarbréfið þá má finna það hér með fréttinni.

Öflun og hagnýting rekstrargagna á sauðfjárbúum – kynningarbréf 

/eib