Opnun á vefsíðu Loftslagsvæns landbúnaðar

Í dag var opnuð við hátíðlega athöfn á búnaðarþingi ný vefsíða; loftslagsvaennlandbunadur.is. Það eru Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Land og skógur með stuðningi matvælaráðuneytisins og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins, sem standa að síðunni. Síðan hefur þann tilgang að miðla fræðslu um loftslagsvæna og sjálfbæra búskaparhætti og koma á framfæri upplýsingum um þau verkefni og árangur sem þátttökubú í Loftslagsvænum landbúnaði hafa náð.

Sjá nánar
Loftslagsvænn landbúnaður

/okg