Prentun á vor- og haustbókum - verðbreyting

Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við prentun á vor- og haustbókum og verð á þeim til bænda mun því hækka úr 3000 í 3500 kr. án/vsk.

Vor- og haustbækur eru prentaðar í prentsmiðju og verð á þeim er stillt þannig að það endurspegli raunkostnað við prentun og póstkostnað við sendingu út til bænda.
Ódýrast er að senda sem flestar bækur saman í prentun og því reynum við að stilla prentun af þannig að eftir vor og haustbókarskil séu bækur þeirra, sem skilað hafa á réttum tíma, prentaðar á sem hagkvæmastan hátt.

Ef senda þarf eina eða fáar bækur í prentun utan reglulegs prenttíma er það dýrari prentun og var sú breyting gerð síðastliðið haust að sá aukakostnaður dreifist ekki á allar prentanir heldur greiða þeir aðilar hærra verð vegna hærri prentkostnaðar.

Bækur prentaðar utan reglulegs prenttíma hækka nú úr 5000 í 6000 kr. án/vsk.

/hh