Prentun haustbóka

Byrjað verður að prenta haustbækur eftir verslunarmannahelgi. Eins og undanfari ár verður í bókunum uppfært kynbótamat sem byggir á vorgögnum. Kynbótamat verður uppfært reglulega og bækur þeirra búa sem hafa skilað vorbók sendar í prentun í kjölfarið. Síðasta keyrsla verður gerð strax eftir lokaskiladag vorgagna samkvæmt reglugerð sem er 20. ágúst.

Haustbækur verða prentaðar eftir þörfum í september og október fyrir þau bú sem skila vorgögnum eftir 20. ágúst. Ekki er hægt að ábyrgjast að í þeim bókum verði uppfært kynbótamat. Vakin er athygli á því að verð fyrir prentun á stökum bókum í september og október er 6000 kr án/vsk

Við hvetjum bændur til að skila vorgögnum tímanlega og jafnframt að vera búin að ganga frá forskráningum á sýnum vegna riðuarfgerðagreininga svo að niðurstöður skili sér í haustbækurnar.

/hh