Prentun vorbóka 2022

Vorbækur 2022, frá þeim skýrsluhöldurum sem hafa gengið frá uppgjöri vegna ársins 2021, munu fara í prentun í vikunni 22. – 26. nóvember. Vorbækur verða aftur prentaðar um miðjan desember en síðan ekki fyrr en í janúar. Þeir skýrsluhaldarar sem vilja fá gula vorbók fyrir jól eru því hvattir til að skila skýrsluhaldinu á tilsettum tíma fyrir 12. desember nk.
Athygli er vakin á því að gjald fyrir prentun bóka hækkar núna um 300 kr á hverja bók og verður 2.300 kr án/VSK. Hækkunin má rekja til hækkunar prentkostnaðar hjá þeim sem annast prentun bókanna ásamt gjaldskrárhækkunum Póstsins sem tóku gildi 1. nóvember sl.
Þeir sem kjósa sjálfir að prenta vorbækur er bent á að þeir geta afþakkað prentun með því að taka út hök undir stillingum í Fjárvís. Sjá mynd.