Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur við verkefnum tölvudeildar BÍ

Frá og með áramótum hefur starfsemi tölvudeildar Bændasamtaka Íslands verið færð yfir til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Starfsmenn tölvudeildar verða því starfsmenn RML og hægt verður að ná sambandi við þá í gegnum síma RML, 516-5000. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. Á heimasíðu okkar undir Forrit og skýrsluhald má finna upplýsingar um forrit og aðganga að þeim.

Með breytingunni færist upplýsingatækni og ráðgjöf undir sama hatt, en svipaður háttur er hafður á hjá mörgum ráðgjafarþjónustum í nágrannalöndum. Útreikningar á kynbótamati, þróun forrita og forritun verður öll á sama stað. Flutningur verkefna tölvudeildar BÍ muni styrkja starfsemi RML og byggja upp aukna þekkingu starfsfólks. Tækniþróun í landbúnaði er gríðarlega hröð og mikilvægt að þekking sé sem breiðust innan raða RML á þeim möguleikum sem upplýsingatæknin getur fært íslenskum bændum og orðið landbúnaði til framdráttar.  Við vonumst til að þjónusta við bændur og aðra notendur verði enn markvissari en áður.

Karvel/Helga