Ráðleggingar fyrir afleysingafólk í landbúnaði

Settar hafa verið saman ráðleggingar fyrir afleysingafólk í landbúnaði, sem taka á smitvörnum þegar komið er inn í rekstur þar sem sýkingin hefur komið upp.

Mikilvægt er fyrir afleysingamenn að gæta fyllstu öryggisráðstafana með eigin velferð í fyrirrúmi. Leiðbeiningunum er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um mikilvægan undirbúning áður en haldið er af stað. Í öðrum hluta er skýrt hvernig bera skal sig að þegar komið er á staðinn í fyrsta skipti. Í þriðja hluta eru leiðbeiningar um hvernig þrífa eigi snertifleti og búnað sem gæti borið smitefni.  Ráðunautar RML veita ef þess er óskað, frekari ráðleggingar um framkvæmd smitvarna í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is. 

Sjá nánar
Smitvarnir og öryggisráðstafanir - Afleysingafólk 

bóa/okg