Ráðunautur í nautgriparækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut til að sinna fjölbreyttri ráðgjöf í nautgriparækt.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Starf í ráðgjafateymi RML og sérstaklega faghópi nautgriparæktar og fóðrunar.
  • Fjölbreytt ráðgjöf með áherslu á fóðrun og kynbætur í nautgriparækt.
  • Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á sviði fóðrunar, kynbóta eða annara þátta sem tengjast framleiðsluferlum í nautgriparækt æskileg.
  • Þekking á sviði landbúnaðar.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Góðir samskiptahæfileikar.

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á nautgriparækt í sínum víðasta skilningi, sem hefur metnað og frumkvæði sem nýtast til að byggja upp þekkingu sem nýtist til að efla búgreinina.

Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á Akureyri. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum.

Við bendum áhugasömum á að kynna sér starfsemina hér á heimasíðunni. Jafnframt er umsóknareyðublað fyrir starfið að finna í gegnum tengil hér neðar. 

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar.

Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Berglind Ósk Óðinsdóttir boo@rml.is.

Sækja um starf hjá RML

klk/okg