Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 154 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 36-38% af heildarmjólkurinnleggi landsins. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni. 

Þegar er hafin gagnasöfnun fyrir rekstrarárið 2022 og eru núverandi þáttakendur sem nýjir boðnir velkomnir inn í áframhaldandi greiningarvinnu. 

Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar.

Rekstur kúabúa 2019-2021

/agg