Riðuarfgerðargreiningar – síðasti skiladagur 1. des!

Þeir sem hafa hug á að fá niðurstöður úr riðarfgerðargreiningum fyrir áramót þurfa að skila inn sýnum til RML fyrir 1. desember. Áfram verða í boði arfgerðargreiningar eftir áramót og geta því bændur óhikað áfram sent sýni til RML. Búast má við að einhverjar verðhækkanir verði um áramót en verðskrá og fyrirkomulag hvatastyrkja fyrir næsta ár verður betur kynnt síðar.

ee/agg