Riðuflögg uppfærð í Fjárvís

Í dag voru riðuflöggin uppfærð í Fjárvís í samræmi við það sem kynnt hefur verið í haust varðandi skilgreiningar á næmi allra 6 genasamsæta. Með þessari uppfærslu koma einnig inn nýjir ferlar varðandi prófanir á gögnunum. Enn er verið að vinna að því að uppfæra arfgerðarspárnar samkvæmt þessum nýju skilgreiningum þannig að ekki eru komin flögg á alla gripi sem geta fengið flögg út frá arfgerð foreldra en þeirri vinnu ætti að vera lokið fyrir jól. Nánar er fjallað um þetta í næsta Bændablaðið sem kemur út fimmtudaginn 14. desember.

 

/hh