Afmælisráðstefna RML, sem haldin er í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins, verður fimmtudaginn 23. nóvember á Hótel Selfossi. Glæsileg dagskrá liggur fyrir og upplýsingar um dagskrá má finna á Facbook viðburði ráðstefnunnar en einnig hér í fréttinni. Skráning á ráðstefnuna og hátíðarkvöldverð fer fram á rml.is í gegnum skráningarhlekk en einnig má senda tölvupóst á rml(hjá)rml.is eða tilkynna þátttöku í síma 5165000. Ekkert skráningargjald er á ráðstefnuna og skráning því til að áætla fjölda gesta.
Starfsmenn RML hlakka til að sjá ykkur á Selfossi !
Dagskrá
Áskoranir og tækifæri í landbúnaði
Kl. 10:00 – 12:15 
 - Setning og ávörp 
 - Hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Jude L. Chapper prófessor við Harper Adams University í Englandi
 - Kolefnisreiknivél – ESGreen tool. Jens Bligaard framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku
Kl. 12:15 -13:00 Hádegishlé
Kl. 13:00 – 15:15 Málstofa A 
 - Hvað er með þessa gervigreind – Hjálmar Gíslason nörd 
 - Samfélagsmiðlar og landbúnaður – Davíð Lúther Sigurðarson, markaðsmaður og gullfiskabóndi 
 - Mikilvægi rekstrarupplýsinga í landbúnaði – Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hjá RML 
 - Bylting í sauðfjárræktinni – Eyþór Einarsson og Þórdís Þórarinsdóttir ráðunautar hjá RML 
 - Íslensk nautgriparækt – bylting í farvatninu – Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML 
 - Áskoranir í íslenskum landbúnaði í breyttri heimsmynd - Jóhannes Sveinbjörnsson lektor við Lbhí og bóndi að Heiðarbæ
Kl. 13:00 – 15:15 Málstofa B 
 - Prótein morgundagsins – Margrét Geirsdóttir verkefnastjóri hjá Matís 
 - Kartöflumygla. Mygluspá og mygluvarnir í hlýnandi veðurfari – Helgi Jóhannesson ráðunautur hjá RML 
 - Hvaða áherslur setjum við í jarðrækt – Þórey Ólöf Gylfadóttir ráðunautur hjá RML 
 - Hjálp ! Er ég að taka við góðu búi ? – Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir garðyrkjubóndi, garðyrkjustöðinni Gróður og Óli Finnsson garðyrkjubóndi – garðyrkjustöðin Heiðmörk 
 - Hvað er eiginlega loftslagsvænn landbúnaður – Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum 
 - Hringrásarkerfi næringarefna – umhverfissóðaskapur – Ísak Jökulsson, bóndi á Ósabakka á Skeiðum
Kl. 15:15 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði RML 
Kl. 18:30 Fordrykkur fyrir kvöldverð 
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður 
- Veislustjóri Gísli Einarsson 
 -Tónlistaratriði Eyþór Ingi Gunnlaugsson
 Skráning á ráðstefnu og hátíðarkvöldverð fer fram í gegnum heimasíðu RML, á netfanginu rml(hjá)rml.is og í síma 516-5000
Dagskrá afmælisráðstefnu RML