RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarið hafa verið birtar upptökur af fyrirlestrum sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML 23. nóvember. Í dag voru birtar tvær upptökur til viðbótar og eru það síðustu upptökurnar sem verða birtar í bili. Fyrirlestrarnir sem fóru í loftið í dag eru þessir: (Sjá tengla neðst)

Hvað er með þessa gervigreind? Fyrirlesari er Hjálmar Gíslason nörd. Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. Hjálmar starfaði áður sem framkvæmdastjóri vörustjórnunar hjá Qlik, eftir kaup Qlik á fyrirtækinu DataMarket sem hann stofnaði 2008. Hjálmar er gagnanörd og frumkvöðull af lífi og sál, en GRID er fimmta hugbúnaðarfyrirtækið sem hann stofnar. Erindi Hjálmars fjallar um gervigreind.

Hringrásarkerfi næringarefna – umhverfissóðaskapur. Fyrirlesari er Ísak Jökulsson bóndi á Ósabakka á Skeiðum. Ísak er búvísinda- og búfræðimenntaður frá LbhÍ. Hann er stjórnarmaður í Samtökum ungra bænda. Ísak hefur mikinn áhuga á sjálfbærari landnýtingu og matvælaframleiðslu. Erindi hans fjallar um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu.

Hjálmar Gíslason

Ísak Jökulsson

Sjá nánar:
Hvað er með þessa gervigreind? - Hjálmar Gíslason nörd
Hringrásarkerfi næringarefni - umhverfissóðaskapur - Ísak Jökulsson bóndi á Ósabakka á Skeiðum

/okg