RML með á Hey bóndi 2017 á Hvolsvelli

Runólfur Sigursveinsson og Guðmundur Jóhannesson í bás RML á Hey bóndi 2017
Runólfur Sigursveinsson og Guðmundur Jóhannesson í bás RML á Hey bóndi 2017

Hey bóndi, fjölskyldu- og landbúnaðarsýning, var haldin á Hvolsvelli um helgina. Fóðurblandan hf. stóð fyrir sýningunni sem var í félagsheimilinu Hvoli. Þar kynntu einstaklingar, félög og fyrirtæki starfsemi sína, vörur og þjónustu auk þess sem ýmis afþreying var í boði. Þá var boðið upp á fyrirlestra um hin ýmsu mál er snerta landbúnað með einum eða öðrum hætti. Á staðnum var m.a. mjaltaþjónn í gangi og hægt að bragða á mjólkurvörum, kjöti, vöfflum og ýmsu öðru.

RML var að sjálfsögðu með og á staðnum til skrafs og ráðagerða auk þess að kynna starfsemi fyrirtækisins. Sýningin var mjög vel sótt og ekki annað að sjá en gestir væru hinir ánægðustu með framtakið.

/gj