Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 2. til 6. júní

Skráningum er nú lokið á allar vorsýningar en síðasti skráningardagur var 23. maí. Alls eru 747 hross skráð á sýningarnar sem er mjög góð þátttaka.

Röðun hrossa í kynbótadóm í næstu viku á Rangárbökkum og Hólum hefur verið birt hér á síðunni.

Dæmt verður frá kl. 8:00 og ef allt gengur upp ætti dómum að vera að ljúka um kl. 19:30.

Til að tímasetningar standist sem best biðjum við knapa og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og fyrstu hross eftir kaffið þurfa að vera mætt 15:50. Vinsamlega mætið tímanlega kæru knapar því það kemur sér vel fyrir alla.

Ef hross detta út með skömmum fyrirvara er gott að sýningastjóri sé látinn vita, mögulega má nýta plássið svo ekki myndist eyður.

Alls eru 120 hross skráð í dóm á Hólum og 116 í dóm á Rangárbökkum.

Kynbótadómum lýkur með yfirlitssýningum föstudaginn 6. júní og hefjast þær stundvíslega kl. 8:00.


Sjá nánar:
Röðun hrossa á kynbótasýningum 

 

/hh