Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Ráðunautar RML hafa tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmis ný og gömul yrki er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni.
Í samantektinni eru umsagnir um yrki tekin upp úr nýjustu útgáfu af ritinu, Nytjaplöntum á Íslandi, sem gefið er út af LbhÍ. Ef það eru engar upplýsingar um yrkin í ritinu er það ekki þar með sagt að það sé engin reynsla komin af þeim yrkjum hérlendis, Í ritinu finnast einnig margar góðar upplýsingar um tegundir og hvernig þær geta nýst sem best.
Margar spennandi grasfræblöndur eru í boð. Markvisst val á tegundum og yrkjum til ræktunar er mikilvægur þáttur í bústjórninni. Taka þarf tillit til staðbundinna aðstæðna og hver markmiðin eru með ræktuninni svo að ávinningurinn verði sem bestur í búrekstrinum. Við minnum fólk á að innihald grasfræblanda getur hafa breyst á milli ára þótt að nafnið sé það sama og áður og því mikilvægt að skoða samsetningu blandanna vel.
Ráðunautar RML er tilbúnir að aðstoða við val á tegundum og yrkjum og er hægt að óska eftir ráðgjöf í síma 516 5000.
Sjá nánar:
Verð og framboð á sáðvöru 2025
Verð og framboð á græsfræblöndum 2025
/hh