Sauðfjárbændur athugið

Á dagatali RML í desember 2017 er bent á að síðast skiladagur haustbóka sé 31. desember. Það er ekki rétt heldur er síðasti skiladagur haustbóka 12. desember eða á næstkomandi þriðjudag. Þetta misræmi er þannig tilkomið að dagatal RML var unnið í fyrra áður en allar dagsetningar og reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt lá fyrir.

ább/okg