Sauðfjárbændur athugið!

 Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð.

Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.