Sauðfjárdómarar funda

Þessa dagana eru sauðfjárdómarar að undirbúa sig fyrir haustverkin en samráðsfundir eru haldnir á fjórum stöðum á landinu. Myndin sem hér er birt var tekin síðast liðinn mánudag í fjárhúsinu á Stóra-Ármóti. Smalamennskur hefjast víða um næstu helgi og vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir smölum. Alltaf jafnspennandi að sjá hvernig fé kemur af fjalli!

/okg