Síðsumarssýning kynbótahrossa á Selfossi 19.-23. ágúst

Fyrsta síðsumarssýningin fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 19. til 23. ágúst.  Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 23. ágúst. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta röðun hrossa hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella tengil hér neðar. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms svo að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Sjá nánar
Röðun hrossa á kynbótasýningum

hes/okg