Skeiðgensgreiningar

Þekkingarfyrirtækið Matís, Reykjavík, er u.þ.b. að setja af stað skeiðgensgreiningarvinnu; þ.e. greiningu hrossasýna m.t.t. skeiðgensarfgerða (AA-CA-CC).

Að venju hefur heildarfjöldi greindra sýna, í sömu umferð, nokkur áhrif á verð, per sýni.

Áhugasamir um skeiðgensgreiningu ræktunarhrossa sinna geta sett sig í samband við Pétur Halldórsson (petur@rml.is / S:862-9322),
kjósi þeir að stökkva á vagninn í þessari umferð.

Nánar um skeiðgen og áhrif mismunandi arfgerða er hægt að skoða í gegnum tengla hér neðar.

Athugið að ef þegar er til stroksýni eða blóðsýni úr hrossinu er einfaldlega gengið í það sýni að nýju, við þessa vinnu. Ef ekkert sýni er til hefst ferlið á hefðbundinni sýnatöku.

Verðskrá Matís, háð fjölda sýna og gengi krónu, er þessi í dag:

Sjá nánar: 
DNA-sýni / Skeiðgen (Athugið að neðst á síðunni má finna fleiri tengla)
Áhrif skeiðgensins á ganghæfni íslenskra hrossa  

/okg