Skil á skýrsluhaldi í Jörð.is

Smám saman bætist við í skiluðum jarðræktarskýrslum í Jörð.is. Núna hafa 184 bú skilað skýrslu með upplýsingum um ræktun, áburðargjöf og uppskeru fyrir 3701 spildur. Ef bændur þurfa aðstoð við útfyllingu jarðræktarskýrsluhaldsins t.d. þegar lagfæra þarf túnkort þá er mikilvægt að hafa samband við okkur hjá RML sem allra fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki rennur út 1. október.

Sjá nánar hér: Á vef stjórarráðsins

/hh