Skráning dóma í Fjárvís

Nú er lambadómum víðast hvar lokið þetta haustið. Í flestum tilfellum skila dómarnir sér inn í Fjárvís í kjölfar skoðunar. Það eru þó undantekningar á því. Hefur sú vinnuregla tíðkast síðustu ár að bóndinn hafi viku til að skrá dómana inn í kerfið frá því að lambaskoðunin fór fram en eftir þann tíma áskilur RML sér rétt til að skrá dómana inn á kostnað bóndans. Sauðfjárdómarnir eru gögn sem nýtast fyrir hið sameiginlega ræktunarstarf. Má þar sérstaklega nefna dóma á lömbum undan sæðingahrútum sem gefa mikilvægar upplýsingar um hvernig stöðvahrútarnir reynast en nú er að hefjast vinna við undirbúning á næstu hrútaskrá. Þeir sem eiga í fórum sínum óskráð dómblöð eru beðnir um að skrá þá inn í síðasta lagi föstudaginn 23. október. 

/okg