Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna.

Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum verður fyrst að halda utan um skráninguna á pappír.

Til að auðvelda bændum þessa skráningu hefur Sigurður Jarlsson jarðræktarráðunautur tekið saman vinnuskjöl með túnkorti, sem nýtast vel til skráningar í dráttarvélinni.

Meðfylgjandi er sýnishorn af því hvernig skráningarblöðin líta út en þau hafa nýverið verið endurbætt í samræmi við ábendingar notenda. Þeir sem óska eftir að fá sambærilegt vinnuskjal fyrir sín tún geta haft samband við Sigurð Jarlsson ráðunaut í síma 516-5042 eða sent honum tölvupóst á sj@rml.is.

Sjá nánar

Skráningarblöð í dráttarvélina 

bpb/okg