Skráningarfrestur framlengdur til miðvikudags 14. ágúst

Þar sem mjög margir hestamenn eru nú staddir á heimsmeistaramóti íslenska hestsins hefur verið ákveði að framlengja skráningarfrestinn á síðsumarssýningar kynbótahrossa til miðvikudagsins 14. ágúst. Ef þátttaka verður næg er stefnt að sýningum á eftir töldum stöðum Selfossi, Borgarnesi og Akureyri, vikuna 19. til 23. ágúst. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti miðvikudaginn 14. ágúst.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér í gegnum heimasíðuna.

Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðu RML, www.rml.is, nokkrum dögum fyrir sýningu.

Sjá nánar: 
Upplýsingar varðandi kynbótasýningar
Skrá á kynbótasýningu