Sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu hrútaskrárinnar. Mikilvægt er að geta byggt þær upplýsingar sem fram koma í skránni á sem mestum og bestum gögnum.

Föstudaginn 3. nóvember verða tekin út gögn til að uppfæra kynbótamat fyrir gerð, fitu, ómvöðva, ómfitu, fallþunga og lífþunga. Bændur eru beðnir um að staðfesta allar sláturupplýsingar til að tryggja að gögnin verði notuð í næstu keyrslu. Óstaðfestar sláturupplýsingar eru ekki notaðar við uppfærslu á matinu.