Smitvarnir vegna Covid 19

RML hefur sett saman ráðleggingar til bænda og frumframleiðenda um smitvarnir vegna Covid-19. Markmiðið er að verja fólk, bú og starfsstöðvar til þess að tryggja órofinn rekstur og takmarka mögulegt tjón. Ráðleggingum er skipt í fjóra hluta; Ráð til að takmarka smit hjá bændum og öðrum sem starfa í landbúnaði, hvernig haga skuli nauðsynlegum utanaðkomandi heimsóknum, varúðarráðstafanir og að lokum er vísað í leiðbeiningar landlæknis um viðbrögð komi upp veikindi á starfsstöðinni sjálfri. Ráðunautar RML veita frekari ráðleggingar ef þess er óskað, um framkvæmd smitvarna, í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is.

bóa/okg

Sjá nánar
Smitvarnir og öryggisráðstafanir vegna Covid-19