Snemmbúin áburðarkaup

Eitthvað er um að áburðasalar séu þessa dagana að bjóða áburð á verði frá því í vor og eru því sumir bændur að hugsa um áburðarkaup óvenju snemma. Mikilvægt er að huga vel að vali á áburðartegundum og magni þannig að áburðurinn nýtist sem best í samræmi við áburðarþarfir, uppskeruvæntingar og útgjöld. 

Áburðaráætlanir eru góð hjálpartæki við slíkar ákvarðanir enda þarf að taka mið af mörgum breytum og mikilvægt að sem mestar upplýsingar liggi fyrir, svo sem úr jarðvegs- og/eða fóðursýnum til að áætlanirnar séu sem bestar. RML vill minna á að hægt er að leita ráða og fá gerðar áburðaráætlanir hjá ráðunautum.

Vert er að minna á reiknilíkan frá því í vor, sem sýnir breytingar í magni áburðarefna eftir því hver áætlaður köfnunarefnisskammtur er, en það er að finna í gegnum tengilinn hér neðar. 

Sjá nánar: 
Áburðaráætlanir og áburðarframboð

/okg