Starfsdagar RML

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna en að þessu sinni eru þeir á Egilsstöðum. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. 
Starfsdagarnir standa yfir 27.-29. nóvember og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma. Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst sem verður svarað eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi strax eftir helgi. 
Aðalnúmerið okkar 5165000 er þó opið þessa daga og öllum símtölum verður svarað eftir bestu getu.