Starfsdagar RML dagana 13.-15. nóvember

Sameiginlegur vinnufundur starfsmanna RML stendur yfir dagana 13.-15. nóvember. Að þessu sinni er hann haldinn í Eyjafirði.

Á vinnufundinn koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins.

Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.

Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst á rml@rml.is eða senda okkur skilaboð í gegnum netspjallið hér á heimasíðunni. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.

Aðalnúmerið okkar 516 5000 er lokað frá 11:30 á miðvikudegi 13. nóv. og allan fimmtudaginn 14. nóv. en opnar aftur kl. 13.00 föstudaginn 15. nóv. samkvæmt venju.

hh/okg