Starfsdagar RML dagana 4. og 5. nóvember

Miðvikudaginn 4.nóvember og fimmtudaginn 5.nóvember verða starfsdagar RML haldnir. Fundirnir verða haldnir eftir hádegi, frá kl. 13-16 og á meðan þeim stendur verður skrifstofum og síma RML lokað. Opið verður samkvæmt venju frá kl. 9-12 á fimmtudeginum. Starfsdagar RML hafa síðustu ár verið haldnir víða um landið en að þessu sinni verða þeir rafrænir. 

Viðskiptavinum er bent á að senda okkur tölvupóst á rml@rml.is ef erindið þolir ekki bið. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð í gegnum netspjallið hér á heimasíðunni og verður þá haft samband eins fljótt og hægt er. 

Myndin sem fylgir var tekin af starfsfólki RML árið 2018. Við hlökkum til að taka nýja mynd 2021. 

/okg